Sjálfbærni

Samstæða Kviku er ábyrgur þátttakandi í samfélaginu. Við hugsum til framtíðar og stuðlum að sjálfbæru samfélagi.

Sjálfbær þróun felur í sér að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta sínum þörfum. Umhverfis- og félagslegir þættir, sem og góðir stjórnarhættir (UFS þættirnir), rúmast innan sjálfbærnihugtaksins.

Sjálfbærni er í kjarna viðskiptamódels Kviku og horfum við til UFS þáttanna við ákvarðanatöku. Hugað er að sjálfbærni í vöruþróun og nýsköpun, sem og í samskiptum við samstarfsaðila og viðskiptavini. Við leggjum áherslu á fjölbreytni og vellíðan starfsmanna, fræðslu og þátttöku í samfélagsverkefnum.

Sjálfbærniskýrsla

Sjálfbærniskýrsla 2023

Sjálfbærniskýrsla Kviku byggir á UFS-leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) auk þess sem GRI-staðlar (GRI Standards) eru hafðir til hliðsjónar og viðeigandi vísum svarað. Deloitte hefur gefið sjálfbærniupplýsingagjöf Kviku fyrir árið 2023, og ráðstöfun grænna fjármuna og nýtingu í græn verkefni samkvæmt grænni fjármálaumgjörð bankans, álit með takmarkaðri vissu, sem má nálgast aftast í skýrslunni.

Sjálfbærniskýrslan á vefformi

Sjálfbærniskýrslan í PDF

Samstarfsaðilar

Við erum öll að stefna að sama markmiðinu í sjálfbærni og gott samstarf er lykilatriði