Kvika lýkur víxlaútboði - 21.3.2017

Kvika banki hf. hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, KVB 17 0921. Í heildina bárust tilboð upp á 2.670 milljónir kr. og var tilboðum tekið fyrir 2.000 milljónir kr. Víxlarnir voru seldir á 5,45% flötum vöxtum og áætlað er að taka þá til viðskipta á Nasdaq Ísland í næstu viku.

Aðalfundur Kviku 2017 - 15.3.2017

Kvika banki hf. hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 15. mars í húsakynnum bankans að Borgartúni 25 í Reykjavík.

Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2016 samþykktur og tillögur stjórnar bankans teknar til afgreiðslu og allar samþykktar. Hagnaður Kviku árið 2016 nam 1.928 milljónum króna og arðsemi eiginfjár var 34,7%.  

Lækkum vexti með stöðugleikasjóði - 9.3.2017

Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi.

Kvika bakhjarl Food & Fun 2017 - 3.3.2017

Kvika er einn af bakhjörlum Food & Fun 2017 sem fram fer nú um helgina 1.–5. mars. Food & Fun hátíðin er haldin í  16. skipti í ár og taka 16 veitingastaðir þátt í hátíðinni. Yfir 300 erlendir gestakokkar hafa komið til landsins í gegnum tíðina í tengslum við hátíðina og eldað úr íslensku hráefni á veitingahúsum borgarinnar.

Full losun hafta möguleg strax - 28.2.2017

Sterk staða þjóðarbúsins og styrking krónunnar að undanförnu hefur skapað tækifæri til tafarlauss afnáms hafta. Trúverðug áætlun um losun fjármagnshafta hefur skilað miklum árangri. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri en nú og Ísland hefur áunnið sér traust að nýju á alþjóðavettvangi. Íslensk fyrirtæki, félög og einstaklingar geta nú fjárfest erlendis og lífeyrissjóðir hafa að mestu nýtt heimildir sínar til þess. Tvennt þurfti til að gera erlenda fjárfestingu mögulega; tryggja að uppgjör á slitabúum gömlu bankanna stefndu Íslandi ekki í voða og aflandskrónur færðust út úr hagkerfinu með skipulegum hætti. Bæði þessi verkefni voru leyst á síðasta ári og í framhaldinu hafa skapast aðstæður til að losa höftin að fullu.

Síða 1 af 7

Sýna fleiri