13. mars 2024

Kvika viðheldur framúrskarandi einkunn í UFS mati Reitunar

Reitun birti nýtt UFS mat á Kviku í lok árs 2023 og hlaut bankinn 87 stig af 100 mögulegum og viðheldur því framúrskarandi einkunn í flokki A3, ásamt þremur öðrum rekstraraðilum. Bankinn er vel fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur sem hafa farið í gegnum UFS greiningu hjá Reitun, sem eru um 40 talsins en meðaltal markaðarins er 72 stig af 100 mögulegum.

Í niðurstöðum Reitunar kemur meðal annars fram að bankinn leggi áfram ríka áherslu á sjálfbærni í allri starfseminni og styður skipurit samstæðunnar við sjálfbærni, ásamt því að jákvætt er að aðkoma stjórnar og stjórnenda að sjálfbærnitengdum málefnum sé virk og að innan samstæðunnar sé virk sjálfbærninefnd sem heyrir undir forstjóra.

 

Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku:

„Með úttekt óháðs ytri aðila höfum við fengið staðfestingu á að á árinu 2023 var bæting frá fyrra ári varðandi sjálfbærni í starfseminni. Í því felst viðurkenning til starfsfólks okkar á þeirri umbótavinnu sem hefur átt sér stað hjá Kviku og áherslu á sjálfbærni í rekstri bankans. Þetta er hvatning sem mun endurspeglast í áframhaldandi metnaði okkar til að ná lengra. Vinnunni er ekki lokið, við erum á ákveðinni vegferð og viljum ná enn meiri árangri á næstu árum sem á að skila sér í auknu virði til hluthafa, starfsfólks, samfélagsins og allra annarra hagaðila í samræmi við eitt af leiðarljósum Kviku um að vera ábyrgur þátttakandi í samfélaginu.

pdfSamantekt á niðurstöðum Kviku úr UFS mati Reitunar.

Til baka