Dótturfélög

Samstæða- dótturfélög 30.3.png

KVIKA EIGNASTÝRING HF.

Kvika eignastýring er leiðandi í eigna- og sjóðastýringu á íslenskum markaði með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Félagið veitir alhliða fjármálaþjónustu með áherslu á árangur og langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Kvika eignastýring hentar vel fyrir alla efnameiri einstaklinga, fyrirtæki, sjóði og stofnanir. Kvika eignastýring leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum breitt þjónustuframboð til þess að fjárfesta innanlands sem og á erlendum mörkuðum. Meðal þjónustuframboðs má nefna einkabankaþjónustu, sjóðastýringu, framtakssjóði og fjárfestingarráðgjöf ásamt persónulegri þjónustu frá sérfræðingum okkar.  Eignir í stýringu félagsins nema 321 milljörðum króna. Kvika eignastýring er dótturfélag Kviku banka hf., að fullu í eigu Kviku banka hf. og er starfsstöð félagsins í Katrínartúni 2.

Nánari upplýsingar um Kviku eignastýringu má finna hér.

KVIKA SECURITIES LTD.

Starfsemi Kviku í Bretlandi miðar að því veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini bankans með því að opna þeim aðgang að fjárfestingartækifærum erlendis og veita ráðgjöf við erlenda fjármögnun og aðra alþjóðlega viðskiptagerninga.

Kvika starfrækir tvö bresk dótturfélög, Kvika Securities Ltd. og Kvika Advisory Ltd., en aðsetur þeirra er í Mayfair í Lundúnum. Bæði félögin eru undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (e. Financial Conduct Authority) og hafa starfsleyfi til reksturs sérhæfðra sjóða, eignastýringar og fyrirtækjaráðgjafar.

Nánari upplýsingar um erlenda starfsemi Kviku má finna hér

GAMMA CAPITAL MANAGEMENT HF.

GAMMA Capital Management er fjármálafyrirtæki sem einbeitir sér að verkefnum og sjóðastýringu sem snýr að fasteignaþróun og rekstri fasteigna ásamt greiningu nýrra tækifæra á fasteignamarkaði. GAMMA er dótturfélag, að fullu í eigu Kviku banka hf.

Nánari upplýsingar um GAMMA má finna hér

TM tryggingar hf.

TM TRYGGINGAR HF.

TM er alhliða tryggingafélag fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hlutverk TM er að hjálpa viðskiptavinum að treysta fjárhagslega framtíð sína. TM leggur áherslu á stafrænar lausnir og skilvirka þjónustu og er leiðandi í því að einfalda tryggingamál og færa samskipti milli tryggingafélags og viðskiptavinar inn í nýja tíma.

TM er dótturfélag Kviku banka hf. og er að fullu í eigu Kviku. Útibú TM eru staðsett víða um landið og höfuðstöðvar eru að Síðumúla 24.

Nánari upplýsingar um TM má finna hér.