Stjórn Kviku
hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar. Ef af kaupunum verður er stefnt
að því að sameina félögin.
Kaupverð
samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé.
Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum, þar á meðal samþykki hluthafa beggja félaga
og samþykkis eftirlitsstofnana.
Stjórn Virðingar
hefur móttekið kauptilboðið og ákveðið að beina því til hluthafa félagsins.
Fyrir nokkru
síðan var undirritaður samningur um kaup Virðingar á ÖLDU sjóðum hf. Verði
tilboði Kviku til hluthafa Virðingar hf. tekið, er sá samningur háður endanlegu
samþykki Kviku og hluthafa Öldu.
Kauptilboðið
gildir til kl. 16:00 þann 30. júní næstkomandi. Ef samþykki að lágmarki 90%
hluthafa Virðingar fæst fyrir þann tíma er stefnt að boðun hluthafafundar í
Kviku um miðjan júlí.