Kvika leitar að kraftmikilli viðbót í liðsheild bankans

föstudagur 12. nóvember 2021

Kvika leitar að öflugum forriturum, sérfræðingum í gagnagrunnsrekstri og notendaþjónustu ásamt starfsmanni móttöku. Kvika leggur áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Vörumerki samstæðunnar eru meðal annars Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró og Aur. Starfsumhverfið einkennist af sveigjanleika, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu og jákvæðu umhverfi.

Gagnagrunnsforritari

Kvika banki leitar að gagnagrunnsforritara í vöruhúsateymi á upplýsingatæknisviði bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þróun á vöruhúsi og tengdum lausnum
 • Viðhald á skýrslum og verkfærum
 • DevOps ferlar og innleiðing skýjalausna
 • Gagnaúttektir og vinnsla ýmissa beiðna

Nánari upplýsingar og umsóknarvefur

Sérfræðingur í gagnagrunnsrekstri

Kvika banki leitar að sérfræðing í hóp notendaþjónustu og reksturs á upplýsingatæknisviði bankans. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum og vinnur úr margskonar beiðnum frá starfsmönnum og viðskiptavinum. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir aðila sem finnst gaman að vinna úr fjölbreyttum verkefnum sem tengjast rekstri SQL Server.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Rekstur SQL Server gagnagrunna
 • Aðgangsveitingar í gagnagrunna
 • Viðhald og þróun skýrslna í Reporting Services
 • Gagnaúttektir og ýmsar beiðnir

Nánari upplýsingar og umsóknarvefur

Sérfræðingur í notendaþjónustu

Kvika banki leitar að sérfræðingi í notendaþjónustu á upplýsingatæknisvið bankans. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum og býr yfir mikilli reynslu. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem vilja afla sér meiri reynslu í notendaþjónustu og kerfisrekstri undir leiðsögn reyndra sérfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Uppsetning og viðhald vél- og hugbúnaðar notenda
 • Almenn þjónusta við notendur með tölvur, farsíma og annan almennan tölvubúnað
 • Dagleg umsjón notendakerfa
 • Umsjón með prenturum og öðrum tækjabúnaði

Nánari upplýsingar og umsóknarvefur

Python forritari

Kvika notar python í ýmis verkefni og þar á meðal vefþjónustur og er því að leita að öflugum python forritara til að koma inn í teymið

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þróun og viðhald á FastAPI þjónustum
 • Þróun og viðhald á Flask verkefnum
 • Þátttaka í ákvörðunum um högun umhverfis
 • DevOps ferlar og sjálfvirkni

Nánari upplýsingar og umsóknarvefur 

Móttaka viðskiptavina

Kvika banki leitar að jákvæðum einstaklingi í móttöku félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Símsvörun og innri þjónusta
 • Umsjón með pósti og öðrum sendingum
 • Önnur tilfallandi verkefni
 • Taka á móti fundargestum og umsjón með fundarherbergjum
 • Upplýsingagjöf og þjónusta við viðskiptavini í gegnum síma og á staðnum

Nánari upplýsingar og umsóknarvefur