Um FrumkvöðlaAuði

FrumkvöðlaAuður er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var af Auði Capital árið 2009. Í upphafi hét stofnunin AlheimsAuður og er markmið hennar að vera góðgerðarsjóður með það að meginstefnu að hvetja konur til athafna og frumkvæðis, einkum í þróunarlöndum. Sjóðurinn hefur þó í seinni tíð litið nær sér í styrkveitingum með áherslu á frumkvöðlastarf kvenna.

Stjórn sjóðsins veitir styrki sem úthlutað er 19. júní ár hvert. Stjórnin auglýsir eftir umsóknum en áskilur sér einnig rétt til að styrkja verkefni án umsóknar.

Stjórn sjóðsins skipa:

  • Kristín Pétursdóttir, formaður
  • Lára Jóna Björnsdóttir
  • Íris Arna Jóhannsdóttir

Sjóðurinn getur tekið á móti fjárframlögum, hvort sem er frá stofnanda eða öðrum sem vilja veita markmiðum hans brautargengi.

Fyrri úthlutanir

Styrkþegi

Verkefni
Félagið Ungar athafnakonur Viðburðir sem stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingum og framþróun í samfélaginu.
Stelpur og tækni Árlegur viðburður á vegum Háskóla Reykjavíkur sem haldinn er til að kynna tækifæri í tækninámi og -starfi fyrir stelpum í grunnskóla.
Arctic Barley Útgáfa á nýrri íslenskri heilsufæðu sem samanstendur af loftpoppuðu byggi. 
EASY Þróun á smáforriti sem hefur það að markmiði að einfalda líf einstaklinga með ADHD. 
Stelpur fyrir stelpur Samstarfsverkefni starfrækt í 12 löndum sem miðar að því að efla leiðtogafærni og stækka tengslanet ungra kvenna og stuðla þannig að jafnrétti. 

Styrkþegi

Verkefni
Ungar athafnakonur Námskeið í samningatækni og ræðumennsku.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Svala Guðmundsdóttir og Inga M. Snæbjörnsdóttir  Námskeið í Bangladesh og þróun rannsóknarsamstarfs um frumkvæði kvenna í viðskiptum.
Jafnréttishús  Sundnámskeið fyrir konur af erlendum uppruna.
Styrkþegi Verkefni
Félagasamtökin Women Power, Máttur kvenna í Tanzaníu Stofnun smálánasjóðs kvenna.
Samtök um kvennaathvarf  Vinna við að leysa húsnæðisvanda kvenna sem dvalið hafa í athvarfinu.
Hrói Höttur barnavinafélag Stuðningur við efnaminni börn á Íslandi.

Styrkþegi Verkefni
Tau frá Tógó

Saumavélakaup fyrir föt sem hönnuð eru á Íslandi en saumuð í Tógó.

Hjálparsamtökin Iceland Assist  Stofnun munaðarleysingjaheimilis í Nepal.

Styrkþegi

Verkefni
Enza - Empowering Women Almennur styrkur til reksturs samtakanna.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum Almennur styrkur til stofnunarinnar.

Styrkþegi

Verkefni
ABC barnahjálp Kaup á skólabókum í Pakistan.
SOS barnaþorp Fjölskylduefling í Guineu-Bissá.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum Almennur styrkur til stofnunarinnar. 

Styrkþegar 2012

Verkefni
Sól í Tógó Almennur styrkur til samtakanna.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum Almennur styrkur til stofnunarinnar.

Styrkþegar 2011

Verkefni
ABC barnahjálp Kaup á saumavélum.
Basic Needs, Cultural Development Center for Rural Women Miðstöð fyrir konur sem hafa lent í kynferðislegri misnotkun.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Almennur styrkur til stofnunarinnar.

Styrkþegar 2010

Verkefni
Alnæmisbörn Candle Light Foundation Almennur styrkur til samtakanna.
ABC barnahjálp Bygging skóla í Kenýa.
Stofnun Vigdísar Finnboga Almennur styrkur til stofnunarinnar.

Styrkþegar 2009

Verkefni
ABC barnahjálp Almennur styrkur til samtakanna.
Enza - Empowering Women Almennur styrkur til reksturs samtakanna.