Kvika gaf út sína fyrstu UFS samfélagsskýrslu í byrjun árs 2020, fyrir rekstrarárið 2019. Í kjölfarið fór bankinn í áhættumat á ófjárhagslegum þáttum og er niðurstaða áhættumatsins sú að Kvika er vel fyrir ofan meðaltal í samanburði við aðra innlenda útgefendur sem metnir hafa verið. Frekari upplýsingar um niðurstöður áhættumatsins má finna hér.
Töluverð vinna hefur farið fram undanfarið hjá Kviku við að móta og festa UFS þættina betur í starfseminni, meðal annars með því að setja bankanum formlegri umgjörð í þessum málum með stefnum, reglum og ferlum og endurspeglast niðurstaða þeirrar vinnu í fyrrnefndu áhættumati og UFS samfélagsskýrslu Kviku fyrir rekstrarárið 2020.