Skýrslur og úttektir

Kvika hefur síðustu misseri verið í ítarlegri vinnu við að móta og festa betur UFS þætti í starfsemi sinni. Bankinn gaf út sína fyrstu UFS skýrslu í byrjun árs 2020 fyrir rekstrarárið 2019 og í kjölfarið var ákveðið að fara í UFS áhættumat hjá óháðum aðila.

Niðurstaða þess mats er að Kvika er vel fyrir ofan meðaltal í samanburði við innlenda útgefendur þar sem meðaltal markaðarins sýnir heildareinkunn sem er 63 stig af 100 en Kvika er með 78 stig og í flokknum B2.