Skýrslur og úttektir

Kvika hefur síðustu misseri verið í ítarlegri vinnu við að móta og festa betur UFS þætti í starfsemi sinni. Bankinn gaf út sína fyrstu UFS skýrslu sem byggir á UFS leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) í byrjun árs 2020 fyrir rekstrarárið 2019. 

Frá árinu 2020 hefur bankinn verið tekinn út árlega í UFS áhættumati af óháðum aðila. Niðurstaða þeirra er að Kvika er vel fyrir ofan meðaltal í samanburði við innlenda útgefendur þar sem meðaltal markaðarins árið 2021 sýnir heildareinkunn sem er 67 stig af 100 mögulegum, en Kvika er með 83 stig og er í flokknum B1. 

Sjálfbærniskýrslan byggir á UFS-leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) auk þess sem GRI-staðlar (GRI Standards) eru hafðir til hliðsjónar og viðeigandi vísum svarað. Deloitte hefur gefið ófjárhagslegri upplýsingagjöf Kviku á árinu 2021 álit með takmarkaðri vissu og birtist það á sama tíma og skýrslan.