Spurt og svarað

Já. Tóken, eða sýndarnúmer, kemur í stað kortanúmers þegar þú tengir kortið við Apple Pay. Tóken lítur út eins og venjulegt kortanúmer en sé því stolið gagnast það engum. Greiðslur með Apple pay eru því ennþá þægilegri og öruggari en greiðslur með kortum.

Með andlitsskanna (e. FaceID): Smellir tvisvar sinnum á hliðartakkann hægra megin á símanum, horfir á skjáinn til að auðkenna þig og leggur símann að posanum.


Með fingrafaraskanna (e. TouchID): Heldurðu símanum að posanum með fingurinn á skannanum. Þannig auðkennir þú greiðsluna.

Hægt er að sjá myndbönd um hvernig virkja má andlitsskanna og fingrafaraskanna ofar á síðunni.

Þú getur notað Apple Pay hjá öllum söluaðilum sem bjóða upp á snertilausar greiðslur hvort sem það er innlendis eða erlendis. Leitaðu eftir merkinu fyrir snertilausar greiðslur. 

Einnig er hægt að nota Apple Pay á vefsíðum og í öppum sem eru merkt með Apple Pay.

Þú opnar Apple Wallet í snjalltækinu þínu, velur plústáknið efst í hægra horninu og fylgir leiðbeiningum til að klára ferlið.
Hægt er að greiða í öppum og á vefsíðum í Safari vafra í iPhone og iPad. Þú velur þá Apple Pay við kassann (e. Check-out) og staðfestir greiðsluna með FaceID eða TouchID.
Nei, korthafar greiða ekkert aukalega fyrir notkun með Apple Pay
Sýndarnúmer er númer sem tengt er við kortanúmer greiðslukortsins. Það lítur alveg eins út og kortanúmer og um tóken gilda sömu skilmálar og um debet- og kreditkort. Sé því hins vegar stolið er það verðlaust. Apple Pay notar sýndarnúmerið við greiðslur og er þannig raunverulega kortanúmerið aldrei notað sem tryggir öryggi.

Þú getur látið fjarlægja sýndarnúmerið sem er tengt við kortið eða látið frysta það. Það gerir þú með því að hafa samband við þjónustuver Kviku í síma: 540-3200

Neyðarþjónusta Valitor, s. 525-2200, sér um þessa þjónustu utan opnunartíma þjónustuvers Kviku.

Þá hringir þú í þjónustuver Kviku og lætur frysta plastið. Þú getur ennþá notað símann til þess að greiða fyrir vöru og þjónustu.

Já það er hægt.

Nei engin áhrif. Hvert tæki hefur sitt sýndarnúmer (e. Token).
Allt upp í 12 kort. 
Allt upp í 9 tæki.
Já það er hægt að bæta við kortum frá bönkum sem styðja við Apple Pay.
Allir sölustaðir sem taka við snertilausum greiðslum taka líka við Apple Pay.
Já þú sérð 10 nýjustu færslurnar í Apple Wallet.
Öll kort nema innkaupakort
Nei það eru engin fjárhæðartakmörk á greiðslum með snajlltækjum. Allar greiðslur eru auðkenndar. Takmörkin fara eftir heimild á kortunum.