Merki Kviku er andlit bankans. Það er einfaldasta og sjónrænasta formið til auðkenningar og kynningar. Merkið má nálgast hér í nokkrum útgáfum sem þjóna hver sínum tilgangi. Það er án bakgrunns.
Við notkun merkisins er eftirfarandi bannað: Breyta merkjunum, sama hversu lítil breytingin er; tengja það við önnur merki, fella það inn í setningar, hengja það við önnur merki eða fyrirtækjaheiti, nota fleiri en eitt merki á síðu. Merkið er án bakgrunns, þannig að gætið sérstaklega vel að því að staðsetja það ekki á órólegum bakgrunni.
Ef þörf er á einlitu merki skal það notast hvítt á dökkum bakgrunni og svart á ljósum bakgrunni.