Reglur og skilmálar

Helstu verklagsreglur og skilmála Kviku má finna hér fyrir neðan. Mikilvægt er fyrir nýja viðskiptavini að kynna sér efni þeirra.  

Skilmálar

                                                                                
Skilmálar netbanka
Skilmálar debetkorta                                                                                                                                                                          
Viðskiptaskilmálar verðbréfaviðskipta

Skilmálar Apple Pay hjá Kviku
Almennir viðskiptaskilmálar Kviku - gildir frá 13.03.2021
Skilmálar debetkorta - gildir frá 13.03.2021
Skilmálar kreditkort - gildir frá 13.03.2021                                                                    
Skilmálar peningamarkaðslán- gildir frá 13.03.21

Innri reglur og ferlar

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta
Reglur um flokkun viðskiptamanna
Reglur um hæfi lykilstarfsmanna
Reglur um meðferð kvartana
Reglur um upplýsingar um viðskiptamenn
Reglur um viðskipti starfsmanna við Kviku
Reglur um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum
Verklagsreglur um kaup á upplýsingatækniþjónustu

Persónuvernd

Persónuverndarstefna Kviku banka
Skilmálar um notkun á vefkökum

Peningaþvætti

Markmið reglna bankans um aðgerðir  gegn peningaþvætti  og  fjármögnun  hryðjuverka er  að  koma  eftir  fremsta  megni  í  veg  fyrir  að starfsemi  bankans  og  dótturfélaga  hans  verði  notuð  til  peningaþvættis  og/eða  fjármögnunar hryðjuverka. Reglunum  er  ætlað  að  sjá  til  þess  að  fullnægjandi  eftirlit  sé  með  greindum áhættuþáttum í starfsemi bankans svo hægt sé með skilvirkum hætti að draga úr þeim og stýra. 

Ríki um allan heim hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir peningaþvætti og fyrirbyggja fjármögnun hryðjuverka. Fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í þessum aðgerðum og til þess að uppfylla okkar skyldur biðjum við alla okkar viðskiptavini um að fylla út áreiðanleikakönnun á rafrænu formi. Hana er að finna á kyc.kvika.is

Reglur Kviku banka hf. um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Verðbréfaviðskipti

Þann 1. nóvember 2007 tóku í gildi lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Markmið laganna er að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá er löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. Til þess að svo megi verða eru lagðar auknar skyldur á viðskiptavini um upplýsingagjöf til fjármálafyrirtækja. Allir sem vilja eiga viðskipti við Kviku þurfa að ganga í gegnum ákveðið ferli og fylla út umsókn áður en hægt er að stofna til viðskipta. Þá ber Kviku samkvæmt lögunum að flokka viðskiptavini sína í viðeigandi flokk fjárfesta; almenna fjárfesta, fagfjárfesta eða viðurkennda gagnaðila.     

Flokkar fjárfesta
Viðskiptaskilmálar verðbréfaviðskipta
Reglur um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum
Reglur um bestu framkvæmd viðskipta
Reglur um flokkun viðskiptamanna

Eyðublöð

Athugasemd vegna kortafærslu 

 

Upplýsingar vegna FATCA

LEI auðkenni

  

Regluverk 

Kvika er fjármálafyrirtæki og starfar í samræmi við viðeigandi regluverk á sviði fjármálamarkaða sem rammar inn stjórnarhætti bankans. Helstu lög sem um starfsemi bankans gilda eru lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Nánar um regluverk

Meðferð kvartana

Kvika reynir ávallt að hafa það að leiðarljósi að starfsemi bankans sé í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Stór hluti þessa er að bregðast fljótt og vel við ábendingum og kvörtunum sem kunna að berast frá okkar viðskiptavinum.

Kvika hefur sett sér reglur um meðferð kvartana en tilgangur þeirra er að tryggja að ferli við úrvinnslu kvartana viðskiptavina Kviku sé sanngjarnt, gagnsætt og að úrvinnslu- og svartími mála sé eins skammur og kostur er. Þá er tilgangur reglnanna einnig að koma í veg fyrir að mistök starfsmanna bankans eða brot á lögum og reglum endurtaki sig.

Reglur um meðferð kvartana

Lagalegir fyrirvarar

Upplýsingar á vefsíðu Kviku banka hf. eru birtar samkvæmt bestu vitund Kviku banka hf. á hverjum tíma. Kvika banki hf. ábyrgist ekki réttmæti upplýsinganna hvort sem þær koma frá bankanum eða þriðja aðila. Upplýsingarnar kunna að breytast án fyrirvara.

Lagalegir fyrirvarar